141. löggjafarþing — 82. fundur,  15. feb. 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[14:44]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Ég hef sannarlega lesið nefndarálit 2. minni hluta, sem skipaður er af Vigdísi Hauksdóttur þingmanni. Nú hefur það margoft komið fram í gegnum tíðina í máli þingmannsins að henni finnist þetta allt saman ómögulegt og að stjórnlagaráð hafi farið út fyrir umboð sitt og þetta ætti allt heima í pappírstætaranum og ég velti því einfaldlega fyrir mér af hverju í ósköpunum hún er að eyða tíma sínum í ræðustól Alþingis og tíma okkar allra ef hún ætlar ekki, og hefur hér sett það skriflega fram, að leggja neitt til sem henni fyndist bæta málið.