141. löggjafarþing — 83. fundur,  19. feb. 2013.

vinnubrögð í atvinnuveganefnd.

[14:07]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Á þessu kjörtímabili hefur verið nokkuð víðtæk sátt og gott samstarf í störfum atvinnuveganefndar. Hv. þm. Kristján Möller hefur stýrt störfum nefndarinnar af mikilli röggsemi og sanngirni og tekist að leiða menn saman í sátt um vinnubrögð þó að oft hafi verið deilt um efni máls og menn hafi mismunandi skoðanir á þeim málum sem nefndin er að fjalla um.

Í fjarveru hans er þetta breytt. Við höfum orðið vitni að vinnubrögðum innan hv. atvinnuveganefndar sem eiga sér ekki fordæmi, að ég vil meina, og sá ágreiningur sem við verðum oft vitni að hér í þingsölum hefur leitað inn í störf nefndarinnar. Það birtist fyrst og fremst í mjög skýrri misnotkun á því valdi sem formaður gefur sér. Þetta kemur inn á fundartíma, þetta kemur inn á þau erindi og þær áherslur sem minni hlutinn er að leggja. (Forseti hringir.) Ég hvet hæstv. forseta þingsins til að kynna sér þetta mál og grípa inn í vegna þess að þessi þróun má ekki halda áfram í nefndastörfum á vegum Alþingis.