141. löggjafarþing — 84. fundur,  20. feb. 2013.

forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu.

29. mál
[19:03]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég verð að lýsa mikilli undrun með það hvernig þetta mál ber að á dagskránni. Ég tek undir með hv. þm. Álfheiði Ingadóttur hér áðan, ekkert samráð hefur verið haft af hálfu forseta Alþingis um dagskrána, hvorki á vettvangi formanna þingflokka né á vettvangi forsætisnefndar og þegar dagskrá þingsins fyrir þessa viku var sýnd í forsætisnefnd voru engin sérstök dagskrármál tilgreind og alls ekki þetta. Þegar ósk barst sérstaklega frá einum þingflokki, þingflokki Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, um að málið yrði ekki á dagskrá í dag var því í engu svarað.

Ég óska eftir því, herra forseti, að gert verði hlé á þessum fundi og að haft verði samband við forseta Alþingis. Ég hef þegar óskað eftir því að forsætisnefnd komi saman til fundar til þess að ræða dagskrá þessa þingfundar og óska eftir því að virðulegur forseti geri hlé á fundinum.