141. löggjafarþing — 84. fundur,  20. feb. 2013.

forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu.

29. mál
[19:04]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil taka undir þessa ágætu tillögu hv. þm. Árna Þórs Sigurðssonar. Ég tel mikilvægt að haldinn verði fundur með formönnum þingflokka því að þeir hafa jú samkvæmt þingsköpum tilteknu hlutverki að gegna í þessari virðulegu stofnun sem forseti Alþingis hefur því miður vanvirt þegar kemur að því að hafa uppi samráð um dagskrá fundarins.

Það er mjög ankannalegt að heyra hv. þm. Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur lýsa því hér yfir að hún virði að sjálfsögðu skoðanir annarra þó að þeir séu ekki á sama máli og hún sjálf, en að hafna umræðunni, hafna því að hlusta á mótrökin, loka á umræðuna og læsa henni að kvöldlagi finnst mér ekki líkt þessum hv. þingmanni.