141. löggjafarþing — 85. fundur,  21. feb. 2013.

lögmæti verðtryggingar á neytendalánum.

[10:46]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Fyrirspurn mín til hæstv. ráðherra Guðbjartar Hannessonar er svohljóðandi:

Er ráðherrann sammála því að mikilvægt sé að fá úr skorið fyrir dómstólum um lögmæti verðtryggingar neytendalána? Ef svo er, af hverju hefur verið farið fram á frávísun í máli Hagsmunasamtaka heimilanna gegn Íbúðalánasjóði um lögmæti verðtryggingarinnar?