141. löggjafarþing — 85. fundur,  21. feb. 2013.

fundur með sveitarstjórnarmönnum á Norðurlandi vestra.

[11:03]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Hæstv. forseti. Ég held að það sé alveg ljóst að ef sanngirni gætti í orðum hv. þingmanns, sem ég gat ekki fundið fyrir, þá hlyti hann að viðurkenna að þessi ríkisstjórn hefur gert mjög mikið fyrir landsbyggðina, ekki bara að því er varðar sóknaráætlanir eins og hér voru nefndar þar sem miklir peningar fara í gegn, þar sem sveitarfélögin koma að og er mjög góð samvinna milli ríkis og sveitarfélaga, heldur líka gegnum fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar þar sem farið verður í ýmsar framkvæmdir sem menn hafa kallað eftir í hinum ýmsu kjördæmum, Norðurlandi vestra svo að dæmi sé tekið og líka á Austurlandi.

Þegar heilt er yfir farið og af sanngirni mælt að því er varðar samskipti ríkis og sveitarfélaga finnst mér að menn eigi ekki að hafa þau orð eins og hv. þingmaður hefur að því er varðar Norðurland vestra (Forseti hringir.) vegna þess að við höfum reynt að gæta að hlut þess kjördæmis í sóknaráætlun eins og annarra kjördæma.