141. löggjafarþing — 85. fundur,  21. feb. 2013.

bókhald.

93. mál
[11:11]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þau tvö mál sem koma hér til atkvæða, annars vegar um bókhald og hins vegar um ársreikninga, tryggja aukið gagnsæi í eignarhaldi á hlutafélögum með takmarkaða ábyrgð á Íslandi og eiga líka að styrkja alla framkvæmd og eftirlit á því sviði.

Hér ber það líka við, vegna umræðna við 2. umr., að atvinnuvegaráðuneyti hefur fallið frá fyrirætlunum um að slaka á kröfum um íslensku í ársreikningum eftir að fram komu athugasemdir frá Íslenskri málnefnd og hefur nefndin að sjálfsögðu fallist á það fyrir sitt leyti.