141. löggjafarþing — 85. fundur,  21. feb. 2013.

bókhald.

93. mál
[11:13]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég ætla að ræða það mál sem er núna til umræðu, 93. mál, um bókhald. Þar er verið að draga til baka þær heimildir sem frumvarpið gerði ráð fyrir, þ.e. að menn gætu skilað niðurstöðu bókhalds á hinum ýmsu tungumálum. Það kom athugasemd frá málnefnd um að þetta samræmdist ekki því sjónarmiði að á Íslandi tölum við íslensku og skrifum íslensku. Ég fellst á þær breytingar sem hér eru lagðar til að þetta verði tekið út úr frumvarpinu um bókhald.