141. löggjafarþing — 86. fundur,  25. feb. 2013.

tilkynning um skrifleg svör.

[15:00]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill tilkynna að borist hafa tvö bréf frá utanríkisráðuneytinu um frestun á því að skrifleg svör berist við fyrirspurnum, annars vegar á þskj. 923, um nefndir, ráð, verkefnisstjórnir og starfshópa, og hins vegar á þskj. 938, um verktakasamninga, báðar frá Vigdísi Hauksdóttur.

Þar sem ekki hefur tekist að afla nauðsynlegra gagna til að veita fullnægjandi svör við þessum fyrirspurnum fara ráðuneytin þess á leit að fá frest til 1. mars nk. til að svara þeim.