141. löggjafarþing — 86. fundur,  25. feb. 2013.

framhald aðildarviðræðna við ESB.

[15:24]
Horfa

atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Frú forseti. Hv. þingmaður taldi sér fært að vera með mér í flokki í ein tvö ár eftir þessar kosningar og styðja ríkisstjórn sem við studdum saman í einhver ár. Hann hefur þá býsna hörð orð uppi núna um sjálfan sig meðal annarra (Gripið fram í.) eins og hann talar hér.

Frú forseti. Ég ætla ekki að taka mikinn þátt í þessum leik, ég ræð mínum orðum sjálfur. Niðurstaða landsfundarins er skýr, talar fyrir sig, en að sjálfsögðu er í henni svigrúm til að meta framhald málsins og það gerum við þá með hefðbundnum hætti, ræðum það í okkar flokksstofnunum og vinnum úr þessari niðurstöðu landsfundarins eins og öðrum.