141. löggjafarþing — 86. fundur,  25. feb. 2013.

mál á dagskrá.

[15:43]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Ég fagnaði því sérstaklega sem kom fram í máli forseta fyrir helgi, að rætt yrði ákveðið mál sem er á dagskrá næsta fundar, um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. Nú heyri ég á göngunum um eitthvert samkomulag við Vinstri hreyfinguna – grænt framboð sem er eitthvað óróleg út af því máli, en ég vek sérstaklega athygli á því að helstu mótbárur Vinstri grænna í því að taka þetta mál á dagskrá voru þær að hæstv. innanríkisráðherra væri ekki á staðnum.

Nú ber svo vel í veiði að hann er á staðnum og þess vegna mætti halda að við gætum rætt þetta mál. Ég vil gjarnan fá upplýst hvort við munum ekki örugglega fá tækifæri, eins og hæstv. forseti ákvað hér fyrir helgi, til að ræða þetta mikilvæga mál, ekki síst í ljósi þess að hæstv. innanríkisráðherra er nú mættur í þingið.