141. löggjafarþing — 86. fundur,  25. feb. 2013.

mál á dagskrá.

[15:44]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Í allsherjarnefnd þingsins er frumvarp frá mér sem innanríkisráðherra, stjórnarfrumvarp frá ríkisstjórninni, um forvirkar rannsóknarheimildir sem er ekki komið út úr nefndinni. Nefndin hefur heykst á að setja það inn í þingsalinn. Hins vegar er hingað komið frumvarp sem hefur áður komið fram á fundum, þingsályktunartillaga þar sem þeirri tillögu er beint til innanríkisráðuneytisins að taka þessi mál til skoðunar og smíða frumvarp á grundvelli þeirrar skoðunar. Það frumvarp liggur núna inni í allsherjarnefnd. Nefndin heykist á því að setja það út og það er fráleitt að taka aðra þingsályktunartillöguna til umfjöllunar án þess að hitt málið komi einnig til umræðu í þingsalnum.