141. löggjafarþing — 87. fundur,  25. feb. 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[19:59]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka þingmanninum andsvarið. Það er náttúrlega þannig að þegar borið er saman það sem stundum er kallað epli og appelsínur getur mönnum þótt hvort tveggja gott og svo er þarna. Báðar þær stofnanir sem hv. þingmaður nefnir gegna mjög mikilvægri almannaþjónustu. Ef menn vilja nota þá samlíkingu er hægt að benda á að Ríkisútvarpið gegnir mjög mikilvægu öryggishlutverki, til að mynda með þeirri lagaskyldu útvarpsins að vera með útsendingar sem ná yfir allt landið á a.m.k. þremur rásum, tveimur útvarpsrásum og einni sjónvarpsrás.

Það hlutverk er gríðarlega mikilvægt og á sama hátt má kannski segja að Landspítalinn sé stofnun eða sjúkrahús sem sinnir öllu landinu og því (Forseti hringir.) ósanngjarnt að mínu viti að ætla að bera þau tvö hlutverk saman.