141. löggjafarþing — 87. fundur,  25. feb. 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[20:41]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður fór víða um fjölmiðlavöllinn og upplýsti að hann ætti fjölmiðil. Því fylgja skyldur, virðulegi forseti. Ég vildi kanna hjá hv. þingmanni, því eftir því sem ég best veit er það bundið í lög, hvort hann sé búinn að skila skýrslu til Fjölmiðlastofu. Ef ekki, hvort hann sé ekki á leiðinni að gera það. Einnig hvort ritstjórnarlegt sjálfstæði sé ekki örugglega tryggt á þessum fjölmiðli, því þetta er allt saman bundið í lög og ég treysti því að hv. þingmaður vilji fara að lögum. Reyndar veit ég það að hv. þingmaður vill það.