141. löggjafarþing — 87. fundur,  25. feb. 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[21:33]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er eitt sem ég vildi spyrja hv. þm. Skúla Helgason sérstaklega um, þ.e. hvort fram hefði komið í störfum allsherjar- og menntamálanefndar að mat hefði farið fram af hálfu Eftirlitsstofnunar EFTA á því hvort þær breytingar sem verið er að gera með frumvarpinu, sérstaklega 3. gr., komi til móts við þær athugasemdir og þær viðmiðunarreglur eða leiðbeiningar sem frá stofnuninni hafa komið um fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu.