141. löggjafarþing — 88. fundur,  26. feb. 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[14:44]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Já, við frjálslyndu íhaldsmennirnir höfum reynt að koma málefnalega að þessu í allsherjar- og menntamálanefnd og haft gaman af því að reyna að breyta þessu máli sem er því miður enn þá vanbúið. Sem betur fer hefur þó frumvarpið tekið jákvæðum breytingum sem ég kom inn á í ræðu við 2. umr.

Við styðjum ekki málið eins og það liggur fyrir í dag. 3. umr. er enn eftir og við munum eftir atvikum sitja hjá, greiða atkvæði með sumum ákvæðum en að endingu munum við fara betur yfir málið á milli umræðna. Ég óska eftir því að það verði tekið inn í nefndina að nýju á milli 2. og 3. umr.