141. löggjafarþing — 88. fundur,  26. feb. 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[14:59]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Ég vek athygli þingheims á því að um er að ræða breytingu á 3. gr. sem er reyndar afar víðtæk skilgreining á því sem Ríkisútvarpið á að fjalla um og er eitt helsta gagnrýnisefnið af minni hálfu, þ.e. hversu víðtækt hlutverkið er skilgreint. Ég vil vekja athygli á því að hér er verið að undirstrika mikilvægi starfsemi Ríkisútvarpsins á landsbyggðinni og ég tel þessar breytingar í sjálfu sér til bóta þó að ég telji að Ríkisútvarpið eigi í raun sjálft að hafa sjálfdæmi um það hvernig það skipuleggur starfsemi sína svo lengi sem starfsemin er í samræmi við meginhlutverk þess, þ.e. að sinna öryggisþjónustu við almenning og menningarhlutverki um allt land. Þetta er sem sagt það sem ég vildi vekja athygli á.