141. löggjafarþing — 88. fundur,  26. feb. 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[15:01]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Frú forseti. Ég tek undir þau orð sem hér hafa fallið, m.a. frá hv. þm. Siv Friðleifsdóttur, um að hér er um viðbót að ræða við frumvarpið, mjög mikilvæga viðbót. Ég tel það eitt af meginhlutverkum Ríkisútvarpsins að sinna öllu landinu. Það hefur reyndar verið hlutverk þess lengi og þarf að bæta vel við þann þátt starfseminnar. Ríkisútvarpið á að gera það sem aðrir á markaðnum geta síður, þar á meðal einkareknir miðlar, þ.e. að vera með starfsstöðvar víða á landinu til að sinna margbreytileika þjóðlífsins hringinn í kringum landið. Ég tel að þessi viðbót sanni enn betur hve mikilvægt er að halda úti ríkisútvarpi vegna þess að það er ekki sjálfgefið að fréttaþjónusta sé rekin alls staðar á landinu í stóru fámennu landi. Það eykur hins vega lýðræðisvöxt í landinu að hafa fréttastofur á víðara sviði en frekar en þrengra og því er þetta til bóta.