141. löggjafarþing — 88. fundur,  26. feb. 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[15:11]
Horfa

Skúli Helgason (Sf):

Virðulegi forseti. Hér er breytingartillaga sem lætur ekki mikið yfir sér, en hún skiptir miklu máli. Hér er mikið mannréttindamál á ferðinni fyrir tiltekinn hóp fólks í samfélagi okkar. Tillagan lýtur að því að Ríkisútvarpið skuli veita heyrnarskertum aðgengi að fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu með textun á sjónvarpsefni. Hér bætir meiri hluti allsherjarnefndar við þeirri tillögu að fréttir séu þar undir, þannig að þessi hópur og aðrir sem eiga erfitt með að fylgjast með hinu talaða orði í útsendingum á fréttum í Ríkisútvarpinu geti notið þess að þær séu textaðar. Þetta er afar mikilvægt til þess að Ríkisútvarpið geti raunverulega staðið undir nafni sem upplýsingaveita og miðill sem upplýsir alla landsmenn um samfélagsleg málefni. Ég hvet þingheim til að taka henni vel.