141. löggjafarþing — 88. fundur,  26. feb. 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[15:12]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Ég vil taka undir þessa breytingu. Hún er mikilvæg þegar skírskotað er til þess sem ég hef áður dregið fram um hlutverk Ríkisútvarpsins — við sem enn teljum að hér eigi að vera ríkisútvarp en að hlutverk þess verði að vera takmarkaðra, skarpara og skýrara. Ég tel þetta vera eitt af þeim hlutverkum sem Ríkisútvarpið eigi að sinna þannig að heyrnarskertir hafi þennan aðgang, ekki síst að fréttaþjónustu í gegnum textunina. Ég styð þetta ákvæði eins og ég sagði áðan með því fororði að ég hefði svo gjarnan viljað sjá frumvarp sem hefði þrengt og skýrt betur hlutverk Ríkisútvarpsins.