141. löggjafarþing — 88. fundur,  26. feb. 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[15:15]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég er á móti Ríkisútvarpinu, ríkis-útvarpinu sérstaklega. Þetta er útvarpsstöð í eigu eins aðila, þ.e. ríkisins, og tekur náttúrlega mið af því — ég mundi vilja hafa þetta ákvæði almennt fyrir allar sjónvarpsstöðvar í landinu, þess vegna greiði ég atkvæði gegn þessu ákvæði sem krefst þess að þær texti líka fréttirnar sínar fyrir þá sem hlusta, en ekki bara Ríkissjónvarpið. (Gripið fram í: Heyr, Heyr.)