141. löggjafarþing — 88. fundur,  26. feb. 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[15:23]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Ég tek undir það sem hv. þm. Birgir Ármannsson sagði áðan og það á eiginlega frekar við um 2. tölulið og það sem eftir lifir þessarar greinar, annars vegar að setja inn starfsmannasamtök Ríkisútvarpsins, að þau fari í stjórn Ríkisútvarpsins með málfrelsi og tillögurétt, og síðan þessa skrítnu skipan sem er sett inn í frumvarpið — þetta sýnir þá viðleitni ráðherra að mínu mati og ríkisstjórnarflokkanna að gera þetta pólitískara frekar en að reyna að draga úr vægi pólitíkurinnar eins og reynt var á sínum tíma. Ég tel þetta vera vonda breytingu og í vonda átt. Þetta er einn af þeim þáttum sem ég tel að við þurfum að fara betur yfir við meðferð nefndarinnar.