141. löggjafarþing — 88. fundur,  26. feb. 2013.

aukin áhrif Íslands á mótun og töku ákvarðana á vettvangi Evrópusamstarfs.

62. mál
[15:36]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Eins og fram kom í máli hv. þm. Árna Þórs Sigurðssonar greiðum við atkvæði um þingsályktunartillögu um aukin áhrif Íslands á mótun og töku ákvarðana á vettvangi Evrópusamstarfs. Ég vil byrja á því að þakka formanni nefndarinnar og nefndinni allri fyrir að hafa afgreitt þetta mál og þakka góða vinnu nefndarinnar og samstöðu við afgreiðslu þess. Ég tel mjög mikilvægt og tek þar undir með hv. þingmanni að hvað sem okkur finnst um Evrópusambandið og hugsanlega eða ekki hugsanlega aðild Íslands að því skiptir okkur öll miklu máli að við stöndum vörð um samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og að við á Alþingi og stjórnvöld hugum að því hvernig við getum sem best styrkt okkar þátt í þeim samningi og gætt hagsmuna Íslands á alla lund. Þess vegna fagna ég samþykkt þessarar þingsályktunar og greiði … (Gripið fram í: Það er ekki búið …) Því fagna ég afgreiðslu nefndarinnar og vonast til að þessi þingsályktunartillaga verði samþykkt.