141. löggjafarþing — 88. fundur,  26. feb. 2013.

neytendalán.

220. mál
[16:45]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Helgi Hjörvar) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Það er á grundvelli þingsályktunar sem Alþingi hefur samþykkt um neytendavernd á fjármálamarkaði. Starfandi er nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar um að samræma neytendavernd á fjármálamarkaði. Ég held að gagnlegt væri fyrir þá ágætu nefnd að heyra þessi sjónarmið úr efnahags- og viðskiptanefnd og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í þeirri nefnd.

Ég get sagt að ég deili þeim sjónarmiðum sem hv. þingmaður hefur að best færi á því að það sem lýtur að bankaeftirlitinu og kerfisáhættunni yrði í framtíðinni á einum stað. En núna þegar stærstu verkefnin, m.a. hjá umboðsmanni skuldara, eru að baki yrði neytendaverndin að öðru leyti, sem vistuð er hjá fjölmörgum stofnunum, færð saman undir einn hatt þannig að neytendur viti hvert þeir eigi að leita og þar sé sem öflugust og sterkust ein stofnun sem hjálpi neytandanum (Forseti hringir.) á þessum flókna markaði.