141. löggjafarþing — 88. fundur,  26. feb. 2013.

vörugjald og tollalög.

619. mál
[18:44]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þegar ég sá frumvarpið voru fyrstu viðbrögð mín þau að velta því fyrir mér hvort þarna væri um að ræða einhvers konar leiðréttingar vegna mistaka eða skorts á athugun á málinu þegar það var lagt fram í desember. Ég vil biðja hæstv. ráðherra að tjá sig um það. Í annan stað þá vil ég spyrja hv. þingmann, bara til þess að átta mig á því af því að það er ekki gott fyrir okkur þingmenn að átta okkur á þessum tollskrárnúmerum í fljótu bragði: Er það rétt skilið hjá mér að þetta muni ekki hafa áhrif á hagsmuni ríkissjóðs? Summan af þessu verður hvorki til lækkunar né hækkunar og ekki er verið að létta gjöldum af neinum. Hvernig sér hæstv. ráðherra fyrir sér að þetta komi út?