141. löggjafarþing — 88. fundur,  26. feb. 2013.

stofnun opinbers hlutafélags um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík.

618. mál
[20:02]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Katrín Júlíusdóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég teldi að minnsta kosti góðan kost að fara að skoða það. Óháð því hvort ráðist verður í þessa byggingu, eða hvenær það verður gert, þá þurfum við engu að síður sjúkrahótel, við þurfum aðstöðubyggingar. Ég held að þetta þurfi ekki að fara saman í tíma en varðandi spurningu hv. þingmanns, um það hvernig þessu verði fyrirkomið, tel ég eðlilegt að þingið sé áfram upplýst um það ef menn ætla að fara af stað með þetta, að ekki verði gefin út, hvað eigum við að segja, óútfyllt heimild fyrir ráðherrann að vera ekki í samráði við Alþingi ef leiguleiðin verður farin í þessum minni byggingum. Ef frumvarpið tekur ekki á því, þ.e. að halda því formi áfram, þá er það eitthvað sem ég tel eðlilegt að nefndin skoði.