141. löggjafarþing — 88. fundur,  26. feb. 2013.

stofnun opinbers hlutafélags um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík.

618. mál
[20:10]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Katrín Júlíusdóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ekki er gert ráð fyrir því að það hafi breyst. Við gerum ráð fyrir að þetta muni skila rekstrarhagræði eftir að byggingarnar hafa verið teknar í notkun. Fram að því mun ríkið þurfa að taka þetta inn í sínar bækur og Alþingi taka ákvarðanir við fjárlagagerðina um framkvæmdakostnaðinn. En ég er að mæla með þessu vegna þess að við sjáum fram á að þetta muni ekki bara bæta heilbrigðisþjónustuna heldur verði líka í þessu rekstrarhagræði þegar framkvæmdum lýkur. Þannig að: Já, það er enn þá inni.

Hér var talað um að menn fórnuðu höndum yfir 80 milljörðum, en mjög margt er dregið fram í þessari kostnaðarumsögn sem mun koma á móti þessu. Nettókostnaðurinn verður ekki 80 milljarðar, hann verður mun lægri. Ef menn leggja sig fram um að lesa rólega í gegnum þessa umsögn sjá menn það.