141. löggjafarþing — 88. fundur,  26. feb. 2013.

hafnalög.

577. mál
[23:39]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil ekki gefa neinar skuldbindingar aðrar en þær sem er að finna í frumvarpinu. Nú fer frumvarpið til nefndar þingsins. Leitað verður eftir áliti þeirra sem hagsmuna hafa að gæta í tengslum við frumvarpið og eðlilegt að nefndin taki til greina þær athugasemdir sem henni þykja eðlilegar.

Ég vil taka fram að frumvarpið er unnið í mjög náinni samvinnu við fjölda aðila. Í smíðisferlinu komu ábendingar frá ýmsum aðilum, þar á meðal frá LÍÚ og Samtökum atvinnurekenda ef ég man rétt. Tillit var tekið til slíkra athugasemda. Mér finnst eðlilegt að haldið verði áfram á þeirri braut við vinnslu frumvarpsins í nefndinni sem fær málið til umfjöllunar, umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.