141. löggjafarþing — 89. fundur,  6. mars 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[12:22]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Ég hjó eftir því í ræðu þingmannsins að hann sagðist alltaf hafa verið á móti því að skrifa nýja stjórnarskrá. Eitt helsta kosningaloforð Framsóknarflokksins fyrir kosningarnar 2009 var stjórnlagaráð og ný stjórnarskrá þar sem réttindi fólks áttu að vera aukin. Ég veit að þingmaðurinn veit hvað ég er að tala um því að þessi auglýsing hefur gengið á netinu síðan þá vegna þess að allt sem Framsóknarflokkurinn bað um hefur ræst.

Nú vil ég spyrja þingmanninn hvernig í ósköpunum honum hafi dottið í hug að bjóða fram krafta sína til Alþingis ef hann var alltaf á móti einu af helstu stefnumálum flokksins.