141. löggjafarþing — 89. fundur,  6. mars 2013.

stjórnarskipunarlög.

415. mál
[12:31]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Árin 2000 og 2005 unnu menn að breytingum á stjórnarskrá, ef ég man rétt, og skiluðu ýmsum tillögum. Margar þeirra eru enn alveg ágætar. Það má horfa á þær þegar verið er að velta fyrir sér hvort það eigi að breyta stjórnarskránni. (ÁI: Það er búið. … stjórnlaganefnd. ) Ég hlusta ekkert á það að einhver gögn verði gömul.

Ég sagði áðan að ég ætlaði ekki að segja hvenær ég væri sáttur við einhverja prósentu í þessari grein, hvort hlutirnir væru léttir, erfiðir, mátulegir eða annað. (ÁI: Engar tillögur …) Niðurstaða mín er sú að það sé óþarfi að breyta þessu ákvæði. Það getur samt vel verið að það sé hægt og ég ætla ekki að útiloka það, frú forseti, að á einhverjum tímapunkti sé hægt að (Forseti hringir.) telja mér hughvarf með einhverri annarri tillögu. (Gripið fram í.) Já, já, endilega reynið, til þess er leikurinn gerður.