141. löggjafarþing — 91. fundur,  7. mars 2013.

lengd þingfundar.

[11:11]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég bað um orðið þegar bjallan glumdi til atkvæðagreiðslu. Ég ætla þá að gera grein fyrir atkvæði mínu.

Ég tel að þinginu hafi verið illa stjórnað og ég tel að ríkisstjórnarflokkarnir hafi sett inn allt of viðamikil og allt of stór mál sem hafi verið illa unnin. Ég nefni stjórnlagaþingið, stjórnarskrárbreytingarnar, aðildina að Evrópusambandinu, sjávarútvegsfrumvörpin, Icesave o.s.frv. Ríkisstjórnin hefur verið að vasast í mörgum málum sem kostað hafa skattgreiðendur óhemjufé og eins tíma þingsins. Og nú erum við komin í þá stöðu að það eru 22 mál á dagskrá. En það eru ekki öll málin, frú forseti, sem liggja fyrir þinginu, þau eru miklu fleiri og liggja í nefndum og úti um allt, þannig að ég geri athugasemd við það að við séum svona lengi með þingfund í kvöld. Ég hefði talið betra að menn stjórnuðu málunum betur og fengju til þess verkfræðinga ef ekki aðra. (Gripið fram í: Fjölskylduvænni vinnustað.)