141. löggjafarþing — 91. fundur,  7. mars 2013.

kísilver í landi Bakka.

632. mál
[20:29]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir ræðuna. Mig langar að leita viðbragða hjá hæstv. ráðherra við þeirri gagnrýni sem kemur fram í umsögn fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins þar sem dregnar eru í efa heimildir hæstv. atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, annars vegar til að semja við Vegagerðina um innviðauppbygginguna sem er klárlega málefni innanríkisráðuneytisins og hins vegar að gera lánasamning við hafnarsjóð Norðurþings sem er klárlega á hendi fjármálaráðherra. Það kemur fram í greinargerðinni að vandséð sé hvernig það samræmist skiptingu Stjórnarráðsins samkvæmt forsetaúrskurði.

Mig langar að fá viðbrögð hæstv. ráðherra við þeirri gagnrýni sem kemur fram í umsögn fjárlagaskrifstofunnar.