141. löggjafarþing — 92. fundur,  8. mars 2013.

frumvarp um staðgöngumæðrun.

[10:46]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Það vilja allir vanda til verka. Það var beinlínis tekið fram í ályktun Alþingis og lögð á það mikil áhersla að vel yrði vandað til verka og fengnir sérfræðingar úr öllum áttum og farið yfir öll þau álitaefni sem menn teldu að kynnu að vera á þessu máli. Það var líka talað um það í umræðunni að mikil umræða þyrfti að fara fram í samfélaginu.

Það að hæstv. ráðherra taki níu mánuði í að skipa hópinn og það að hæstv. ráðherra telji þann sama dag og hópurinn er skipaður og þingmálaskráin lögð fram sé unnt að leggja fram frumvarp á haustþingi sýnist mér vera í allt öðru samhengi en það sem hann er að segja núna, þ.e. að hann hafi enga hugmynd um hvar þetta mál er statt. Alþingi ályktaði með miklum meiri hluta, 34 þingmenn gegn 15 voru samþykkir því að þessi ályktun (Forseti hringir.) Alþingis yrði staðfest. Þess vegna hvet ég hæstv. ráðherra til að beita sér fyrir því að þetta frumvarp komi fram einmitt til að umræðan geti farið fram. (Forseti hringir.) Hún fer ekki fram í þjóðfélaginu á meðan starfshópurinn er lokaður inni í velferðarráðuneytinu.