141. löggjafarþing — 92. fundur,  8. mars 2013.

lengd þingfundar.

[11:08]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta snýst ekki um áhyggjur út af hv. stjórnarandstöðuþingmönnum. Ég hef bent á að með vinnulagi sínu hefur þessi ríkisstjórn vinstri flokkanna iðulega brotið vökulögin sem voru samþykkt í upphafi síðustu aldar. Niðurstaðan er sú að þetta vinnulag fer ekkert voðalega vel í stjórnarliða. Við ræðum um einhver mál um hánætur og göngum frá þeim og niðurstaðan er oftar en ekki fullkomin þvæla, svo maður orði það hreint út.

Síðan hlaupum við núna í það næstu nætur að reyna að leiðrétta þvæluna. Hefur einhver skoðað sykurskattsfrumvarpið sem við erum að leiðrétta núna? Ég hvet hæstv. ráðherra, (Forseti hringir.) áður en hann hefur uppi stór orð, að kynna sér hvað hæstv. ríkisstjórn er að reyna að keyra í gegn um miðjar nætur. (Gripið fram í.) Þetta er ekki glæsilegur (Forseti hringir.) listi og það er ómögulegt að vinna svona. (Forseti hringir.) Hæstv. ríkisstjórn verður að fá meiri svefn.