141. löggjafarþing — 92. fundur,  8. mars 2013.

lengd þingfundar.

[11:14]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það er ánægjulegt að hæstv. utanríkisráðherra tekur þessu boði svona vel. Það er líka ánægjulegt að vita að við munum báðir hafa tíma í þetta. Ég geri ekki ráð fyrir því að sá sem hér stendur, svona ungur að árum, verði ráðherra í næstu ríkisstjórn og það verður hæstv. utanríkisráðherra væntanlega ekki heldur. Við ættum því báðir að hafa góðan tíma næsta vor til að komast í sauðburð (Gripið fram í: Það fer eftir … sauðburðurinn …) og það verður ánægjulegt að fá hæstv. utanríkisráðherra í sauðburð. Þá skynjar hann og mun læra hversu mikilvægt er að forgangsraða tímanum eins og svo mikilvægt er í þinginu á síðustu dögunum. [Kliður í þingsal.]