141. löggjafarþing — 92. fundur,  8. mars 2013.

tollalög o.fl.

608. mál
[11:21]
Horfa

Frsm. efh.- og viðskn. (Helgi Hjörvar) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er sjónarmið sem sjálfsagt er að hafa í málinu. Hvað varðar stöðuna í atvinnulífinu þá beinist það nú að þeim fyrirtækjum sem bera aðflutningsgjöldin. Staðan í atvinnulífinu er býsna mismunandi eftir atvinnugreinum. Þannig hafa útflutningsgreinarnar eflst mjög mikið í framhaldi af hruni gengis íslensku krónunnar. Þær eru í mjög sterkri stöðu og sem betur fer einnig ýmsar aðrar greinar í samfélaginu. En það eru einkum greinar sem byggja mikið á innflutningi á vörum sem mjög hafa hækkað í verði vegna falls á gengi krónunnar, sem bera aðflutningsgjöldin, þær þurfa þess helst með að menn taki tillit til stöðu þeirra núna.