141. löggjafarþing — 92. fundur,  8. mars 2013.

tollalög o.fl.

608. mál
[11:25]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðu hans og mér heyrðist hann vera sáttur við frumvarpið. En ég mundi vilja spyrja hv. þingmann um hvort hann taki undir það sem fram kom í máli hv. þm. Unnar Brár Konráðsdóttur um að hugsanlega ætti að gera ákvæðið varanlegt og ekki vera með þetta inni sem bráðabirgðaákvæði. Telur hv. þingmaður, ef hann kæmist í aðstöðu til þess eftir kosningar, ástæðu til að gera varanlegar breytingar á vörugjöldunum í stað þess að fresta endalaust greiðslum gjaldenda til að bregðast við þessum kostnaði?