141. löggjafarþing — 93. fundur,  9. mars 2013.

Lánasjóður íslenskra námsmanna.

630. mál
[11:30]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Í skemmstu máli er frá því að segja að ég er hjartanlega sammála hv. þingmanni um að æskilegt væri að taka upp samtímagreiðslukerfi. Það var líka skoðað við þessa tillögugerð og kostnaðarmetið. Einskiptiskostnaður af þeirri breytingu var metinn 3–5 milljarðar og af þeim sökum var ákveðið að halda ekki áfram með þá breytingu að þessu sinni, okkur fannst þetta nógur biti. Í samráði við þá sem voru í nefndinni var metið mikilvægara að taka þetta skref á þessum tímapunkti.