141. löggjafarþing — 93. fundur,  9. mars 2013.

Lánasjóður íslenskra námsmanna.

630. mál
[11:40]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil í upphafi þakka hæstv. menntamálaráðherra fyrir að flytja þetta frumvarp. Að mörgu leyti hljótum við að taka þessu máli með jákvæðum huga vegna þess að endurskoðun á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna er löngu tímabær. Mörg af þeim markmiðum sem sett eru með þessu frumvarpi eru jákvæð og góð. Ég nálgast þetta mál auðvitað af þeim sökum með opnum huga.

Ég geri ráð fyrir að hæstv. menntamálaráðherra skilji að fyrir þingmenn er hins vegar svolítið óþægilegt að fá þetta mál inn í þingið jafnseint og raun ber vitni. Menn hafa áhyggjur af því hvernig gengur að vinna það á þeim fáu dögum sem eftir eru af þinginu. Sérstaklega vekur það áhyggjur þegar jafnmikill munur er á kostnaðarmati milli ráðuneyta og hér um ræðir. Ég vænti þess (Forseti hringir.) að nefndin fái skýringar á því og fagna því að ákveðið hefur verið að leita til Hagfræðistofnunar um að fara yfir (Forseti hringir.) þann þátt og reyndar þjóðhagslega þáttinn líka eins og hæstv. ráðherra nefndi.