141. löggjafarþing — 96. fundur,  9. mars 2013.

gjaldeyrismál.

668. mál
[14:14]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Um leið og ég greiði þessu máli atkvæði mitt legg ég áherslu á tvennt, annars vegar að kynningin fer fram áður en ákvörðunin er tekin og hins vegar að við þurfum að gæta að okkur, eins og kom fram í máli hæstv. forsætisráðherra. Það liggur ekkert á, í þessu stærsta einstaka hagsmunamáli þjóðarinnar verður að taka allar ákvarðanir að vel íhuguðu máli, fyrst og fremst með hagsmuni íslensku þjóðarinnar í huga.