141. löggjafarþing — 97. fundur,  11. mars 2013.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

651. mál
[14:42]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er athyglisvert að hv. þm. Þór Saari leiðir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn til andstöðu við ríkisstjórnina, ríkisstjórn sem er helsti málsvari þeirra sem vilja nýja stjórnarskrá, nýjan samfélagssáttmála fyrir þjóðina. Ekki síður er það sérkennilegt að hv. þingmaður kallar eftir leiðsögn þessara sömu flokka við stjórn landsins sem leiða menn til óstöðugleika og hringlandaháttar við stjórn landsins næstu vikurnar og tefla í fullkomið uppnám að hægt verði að ná fram farsælum lyktum í stjórnarskrármálinu. Þeirra er skömmin sem styðja þessa fáránlegu tillögu. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) (Gripið fram í: Heyr, heyr.)