141. löggjafarþing — 97. fundur,  11. mars 2013.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

651. mál
[14:49]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég hef ekki stutt þessa ríkisstjórn síðastliðin tvö ár. Ástæðan er hagsmunagæsla ríkisstjórnarinnar í þágu fjármagnseigenda og AGS, hagsmunagæsla sem ekki er í samræmi við kosningaloforð ríkisstjórnarflokkanna um skjaldborg heimilanna, norrænt velferðarsamfélag og að byrðum fjármálakreppunnar yrði deilt af sanngirni með jöfnuði og réttlæti að leiðarljósi. Afleiðingarnar eru örvænting, ráðaleysi og upplausn í samfélaginu, ekki síst á meðal þeirra sem treystu núverandi ríkisstjórnarflokkum best til að koma á skuldaleiðréttingu, tryggja réttlæti og auka jöfnuð.

Frú forseti. Tími þessarar ríkisstjórnar er löngu liðinn.