141. löggjafarþing — 97. fundur,  11. mars 2013.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

651. mál
[14:50]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég sé nú fyrst að hér vantar einn þingmann í salinn sem er, að mér skilst, einn af stofnendum eins hinna nýju framboða. Ég vil vekja athygli á því.

Ég verð hins vegar segja að flutningsmaður tillögunnar virðist hafa áttað sig á því hvernig ríkisstjórnin vinnur og þar af leiðandi lagt fram þessa tillögu. Vegna svika ríkisstjórnarinnar við íslensk heimili og fyrirtæki fæ ég ekki séð annað en að þeir sem verja munu ríkisstjórnina falli taki undir þau svik og þau vinnubrögð. Framsóknarmenn munu samþykkja vantraust vegna þess að ríkisstjórnin hefur svikið heimilin og fyrirtækin í landinu. (Gripið fram í.)