141. löggjafarþing — 97. fundur,  11. mars 2013.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

651. mál
[14:58]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Frú forseti. Tilgangur þeirrar tillögu sem hér er rædd er óljós. Stuðningsmenn hennar eru vaklandi. Hér reitt hátt til höggs og í raun virðist eini tilgangurinn vera sá að drepa stjórnarskrármálið endanlega í þinginu. Ég segi nei.