141. löggjafarþing — 97. fundur,  11. mars 2013.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

651. mál
[15:02]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Frú forseti. Stórkostlegustu mistök stjórnmálanna á síðustu áratugum voru að afhenda nokkrum köllum sem kunnu ekki til verka eitt af fjöreggjum þjóðarinnar, viðskiptabankana. Svo tala þessir sömu aðilar um árangursleysi síðustu ára. (Gripið fram í: Rétt.) Árangursleysi. Sömu aðilar og rústuðu íslensku samfélagi. (Gripið fram í.) Hér er einfaldlega verið að kjósa um eitt atriði. Viljum við halda áfram stjórnarskrárumbótum eða ekki? Þeir sem vilja það ekki eru að gefa sig hér upp með því að segja já. Að sjálfsögðu segi ég nei.