141. löggjafarþing — 97. fundur,  11. mars 2013.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

651. mál
[15:05]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég styð ríkisstjórnina og ég hef gert það frá því hún var mynduð og ætla að styðja hana út kjörtímabilið og vonandi get ég gert það eitthvað lengur þótt það verði kannski einhverjir aðrir í henni. Og konunni sem var hrósað hér í dag — ég held að ég geri það líka, ég vil nota tækifærið og hrósa forsætisráðherra og þakka henni kærlega fyrir vel unnin störf.

Það hjálpar ekki nokkurn hlut framgöngu stjórnarskrárfrumvarpsins að lýsa vantrausti á þessa ríkisstjórn. Ég segi nei.