141. löggjafarþing — 98. fundur,  11. mars 2013.

vörugjald og tollalög.

619. mál
[16:48]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Fyrir þrem mánuðum og þrem vikum kom hæstv. ríkisstjórn með frumvarp um svokallaðan sykurskatt sem samþykkt var á Alþingi. Ég er á móti svona neyslustýringu af því að ég er á móti því að við reynum að hafa vit fyrir fullorðnu fólki. En núna er ég kominn í mikinn vanda vegna þess að nú er komin fram frumvarp sem lagar villur sem menn gerðu í öllum flýtinum við fyrra frumvarpið. Ég get ekki greitt atkvæði gegn því að laga villur, eða hvað? Ég verð að greiða atkvæði með því en ég get heldur ekki greitt atkvæði með sykurskatti þannig að ég mun sitja hjá við atkvæðagreiðsluna. En þetta sýnir hversu fáránlega illa er unnið að málum á Alþingi. Og fyrir utan það að fram komi leiðréttingar í frumvarpinu kemur nefndin svo með viðbótarleiðréttingar þannig að endalaust má leiðrétta. Ég bíð bara spenntur eftir næstu leiðréttingu og veit ekki hvernig ég á þá að greiða atkvæði.