141. löggjafarþing — 98. fundur,  11. mars 2013.

100 ára afmæli kosningarréttar íslenskra kvenna 19. júní 2015.

567. mál
[17:04]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég var svo lánsamur að sitja í hv. nefnd þegar gengið var frá þessu máli og var algjör samstaða um að minnast þessara merku tímamóta með veglegum hætti. Þó er rétt að fram komi að nefndin áréttar að umfang hátíðahalda og fjöldi viðburða muni að sjálfsögðu ráðast af því fjármagni sem Alþingi samþykkir að veitt verði til verkefnisins í fjárlögum eða fjáraukalögum. Það breytir því ekki, virðulegi forseti, að þetta er að verða mikill kærleiksvinnustaður því að enn og aftur ríkir algjör sátt um mál hér á hv. Alþingi.