141. löggjafarþing — 99. fundur,  12. mars 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

194. mál
[11:35]
Horfa

Frsm. meiri hluta allsh.- og menntmn. (Skúli Helgason) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er alveg réttmætt sjónarmið sem kemur fram í máli hv. þingmanns að þegar um er að ræða mannmörg heimili þar sem eru stálpaðir unglingar getur þetta bitið. Þó er rétt að vekja athygli á því að það er ekki fyrr en menn hafa náð ákveðnum tekjum sem þetta fer raunverulega að bíta en það má vel hugsa sér að í framtíðinni sé hægt að skoða einhverjar frekari tilhliðranir fyrir einstaklinga í þessum sporum. Það má líka benda á að undanþegnir þessu gjaldi eru einstaklingar sem ekki skulu sæta álagningu sérstaks gjalds í Framkvæmdasjóð aldraðra og sömuleiðis koma fram í frumvarpinu ákveðnar undanþágur. Ég held að þessi sjónarmið eigi rétt á sér og sé eðlilegt að skoða í framhaldinu.