141. löggjafarþing — 99. fundur,  12. mars 2013.

lengd þingfundar.

[13:33]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við greiðum atkvæði um lengd þingfundar og það tengist því að menn hafa ekki enn þá náð samkomulagi, stjórn og stjórnarandstaða, hv. þingmenn. Ég skora á hv. stjórnarþingmenn að koma með raunhæfa áætlun um þau mál sem hægt er að klára á þessum þrem starfsdögum sem eftir eru og þá tel ég daginn í dag með. Þegar hún liggur fyrir skulum við vinda okkur í að afgreiða þau mál. Ég skora á hæstv. ríkisstjórn og hv. stjórnarþingmenn að búa til plan sem er raunhæft og þar sem menn ná í gegn þeim málum sem þeir telja brýnast að nái í gegn. Önnur mál getum við sett yfir á næsta kjörtímabil.